18.12.1974
Efri deild: 29. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

36. mál, virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal

Frsm. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur athugað frv. til l. um virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal og á þskj. 196 mælir n. einróma með samþykkt þess. Ég skal ekki fjölyrða um það. Ég hef reynt á þeim skamma tíma, sem til stefnu er, að kynna mér nokkuð þau gögn sem iðnn. fékk til athugunar og sýnist mér af þeim að hér sé um mjög athyglisverða virkjunarmöguleika að ræða. Þó vil ég geta þess, að ljóst er af þeim gögnum að rannsóknum er ekki fyllilega lokið og ekki enn ljóst á hvern máta þessi virkjun verður best gerð. Þar ber að mörgu að gæta og er von mín, um leið og ég mæli með samþykkt þessa frv., að ekki verði þar rasað um ráð fram þó að orkuskortur sé. Það er mikilvægt að virkjun sem sem þessi sé vel hönnuð og alls gætt.