22.10.1975
Efri deild: 8. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson) :

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 21. okt. 1975.

Þar sem Eggert G. Þorsteinsson, 4. landsk. þm., dvelst nú í sjúkrahúsi skv. læknisráði og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður landsk. þm. Alþfl., Bragi Sigurjónsson bankastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Gylfi Þ. Gíslason,

formaður þingflokks Alþfl.

Kjörbréf Braga Sigurjónssonar hefur þegar verið samþ. og býð ég hann velkominn til starfa.