17.12.1975
Neðri deild: 32. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (1008)

119. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Pétur Sigurðsson):

Virðulegi forseti. Mál þetta fjallar um að breyta lögum eða réttara sagt að framlengja gildandi lög um Fiskveiðasjóð Íslands. Í gildandi lögum um hann eru ákvæði þess efnis, að 1% útflutningsgjald af fob.-verði útfluttra sjávarafurða, með nokkrum undantekningum þó, skuli ganga til Fiskveiðasjóðs. En í gildandi lögum eru ákvæði þess efnis, að hetta eigi að falla niður 31. des. 1975. þetta frv. er hins vegar þess efnis, að gjald þetta skuli haldast við og það verði reiknað á sama hátt og áður og einnig renna til Fiskveiðasjóðs, og þykir sumum sem ekki sé vanþörf á.

Við höfum haft þetta mál til meðferðar í sjútvn. hv. d. N. er sammála um að mæla með afgreiðslu þessa frv., en við afgreiðslu málsins voru tveir nm. fjarstaddir. Ég mæli þess vegna með, fyrir hönd n., að frv. þetta verði samþ.