18.12.1975
Neðri deild: 35. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1402 í B-deild Alþingistíðinda. (1074)

102. mál, lántaka vegna opinberra framkvæmda 1976

Frsm. meiri hl. (Tómas Árnason):

Virðulegi forseti. Ég skal ekki lengja þessar umr., en það er aðeins eitt atriði sem kom fram í ræðu hv. 2. þm. Austurl. áðan sem mig langar til að minnast á í nokkrum setningum.

Hann skýrði frá því að samkv. lánsfjáráætlun væri sýnt að það væri hugmyndin að hægja nokkuð á innlendri skipasmiði, Þetta er alveg rétt athugað hjá hv. þm., að það er meiningin. En ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þær að ríkisstj. hefur gefið út nú nýlega reglur um veitingu leyfa til að taka erlend lán til lengri tíma en eins árs, eins og ég skýrði frá í framsöguræðu minni áðan. Samkv. þessum reglum verða ekki leyfðar lántökur til viðhalds skipa erlendis nema um meiri háttar klössun sé að ræða. Þetta þýðir auðvitað það að aukin verkefni við viðhald skipastólsins hljóta að færast inn í landið. Skipasmíðastöðvarnar hér innanlands hafa yfirleitt haft fullt fangið af verkefnum á undanförnum árum og er enginn vafi á því, að til þess að anna þessum auknu verkefnum í viðhaldi skipastólsins verður nauðsynlegt að hægja eitthvað á nýsmiði fiskiskipa, a. m. k. á næstunni eða þangað til ráðrúm gefst til þess að auka afköst skipasmiðastöðvanna hér innanlands.