18.12.1975
Neðri deild: 36. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1440 í B-deild Alþingistíðinda. (1107)

130. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Hæstv. forseti. Með frv. þessu er leitað eftir heimild Alþ. til að framlengja frest samkv. 16. gr. l. nr. 46 1973 um einn mánuð til þess að betri tími gefist til að ná samkomulagi í yfirstandandi deilumálum milli fjmrn. og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Jafnframt er ríkissáttasemjara veitt heimild til að leita sátta milli aðila til 25. jan. 1976 ef annar hvor aðill óskar þess. Ástæðan fyrir frestunarbeiðni þessari er sú, að aðilar, þ. e. a. s. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og fjmrn., eru sammála um að reyna til þrautar að ná samkomulagi, en sá tími, sem nú er eftir til ráðstöfunar af gildandi fresti, er fyrirsjáanlega of skammur;

Hæstv. forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði þessu máli vísað til 2. umr., en gjarnan hefur það verið svo með slík mál, þ. e. a. s. um breytingar á frestum í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna sem flutt er í samkomulagi beggja aðila, að þau má1 hafa fengið mjög skjóta afgreiðslu og ekki talin ástæða til þess að láta þau ganga til nefnda. Ég hef rætt víð forustumenn allra þingflokka sem eru sammála um að veita frv. skjóta afgreiðslu og eru mér sammála um að ástæðulaust sé að vísa því til nefndar. Ég legg því til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. án þess að það gangi til nefndar.