18.12.1975
Neðri deild: 38. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1444 í B-deild Alþingistíðinda. (1130)

105. mál, söluskattur

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Hæstv. forseli. Að sjálfsögðu hefði verið æskilegt að frv. það, sem hér er til umr., hefði verið samþykkt óbreytt, en mál hafa skipast með öðrum hætti. Það er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að áfram verði unnið að verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga; og er skoðun mín að þar komi að sjálfsögðu til tilfærsla á móti 8% af því eina söluskattsstigi sem hér er ekki látið renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.