19.12.1975
Efri deild: 40. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1483 í B-deild Alþingistíðinda. (1163)

110. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Fram. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Frv. til l. um aukatekjur ríkissjóðs hefur þegar verið til meðferðar hér í hv. deild. Frv. þetta er komið frá Nd. aftur hingað til Ed. þar sem gerð var lítils háttar breyting á frv., en við 1. málsgr. 20. gr. hefur verið bætt við: „enda sé ákvörðun þess eigi falin öðrum ráðherra með lögum.“

1. málsgr. hljóðar þá svo: „Fjmrh. skal með reglugerð ákveða gjöld fyrir hvers konar leyfisbréf, skírteini og skráningar, enda sé ákvörðun þess eigi falin öðrum ráðherra með lögum.“

Það var dómsmrn. sem óskaði eftir því að þessari setningu yrði bætt við málsgr.

Þar sem hér er um mjög lítils háttar breytingu að ræða vil ég leggja til að frv. verði samþ. eins og það kemur nú frá Nd. án þess að því verði vísað til nefndar.