19.12.1975
Neðri deild: 40. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1506 í B-deild Alþingistíðinda. (1191)

121. mál, almannatryggingar

Frsm. minni hl. (Vilborg Harðardóttir):

Herra forseti. Ekki ætla ég enn eina ferðina að fara að lýsa því hvers vegna ég er andvíg þessu frv., en ég ætla að leyfa mér að leggja fram brtt. og gefa með því hv. þm. enn kost á að reyna að létta byrðunum af þeim sem minnst mega sín. Brtt. er við 1. gr., 1., 2. og 3. tölul. Hún er svo hljóðandi:

„Þeir, sem njóta tekjutryggingar hjá almannatryggingum, greiði þó aðeins hálft gjald.“

Í fyrri till., sem felldar hafa verið, var gert ráð fyrir að gjaldið félli niður. Hér er gert ráð fyrir að gjaldið sé helmingur. Meðflytjendur mínir eru hv. þm. Karvel Pálmason, Gylfi Þ. Gíslason og Svava Jakobsdóttir.