19.12.1975
Efri deild: 42. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1511 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

105. mál, söluskattur

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Út af fsp. hv. 12. þm. Reykv. vil ég segja að í frv. á þskj. 183 er ætlað að færa greiðsluskyldu ríkissjóðs 1976 vegna verkefna 1975 yfir til sveitarfélaganna. Samkv. tölum fjárlagafrv. er upphæð 392 millj. Jafnframt er með frv. á þskj. 257, sem hér er til umr., ætlað að færa til sveitarfélaganna tekjur sem nema 458 millj., þannig að tölur fjárlagafrv. eru endurmetnar á 458 millj. Auk þess er gert ráð fyrir að Lánasjóður sveitarfélaga og þær aðrar stofnanir, sem fá greiðslur frá Jöfnunarsjóði, fái tekjur með sama hætti og verið hefur, eða 63 millj. tekjuauka. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er ætlað að hafa 521 millj. kr. í tekjur á árinu 1976 til þess að taka við verkefnum sem ríkissjóður áætlaði að greiða 392 millj. kr. til á því ári.