19.12.1975
Efri deild: 43. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1521 í B-deild Alþingistíðinda. (1215)

102. mál, lántaka vegna opinberra framkvæmda 1976

Forsrh. (Geir Hallgrímsson) :

Herra forseti. Þar sem tími er takmarkaður einskorða ég mig við að svara fsp. hv. 1. landsk. þm. um það, hvar sé gert ráð fyrir lánsfjáröflun til Hitaveitu Suðurnesja. Vil ég svara þeirri fsp. á þá leið, að lánsfjáröflun til hitaveitna er ekki sundurliðuð að öðru leyti en því, að gert er ráð fyrir að fjármagni því, sem Orkusjóður fær af 1% söluskatts, sem kallað hefur verið olíuprósentustigið, verði að hluta varið til hitaveitna. Enn fremur er gert ráð fyrir því, að í auknu fjármagni Lánasjóðs sveitarfélaga felist möguleikar til fjármögnunar hitaveitna.