19.12.1975
Neðri deild: 41. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1529 í B-deild Alþingistíðinda. (1224)

123. mál, verkefni sveitarfélaga

Stefán Valgeirsson:

Hæstvirtur forseti. Þar sem ég skrifaði undir þetta nál. með fyrirvara þykir mér rétt að greina frá því hvers vegna það var. Það var einvörðungu vegna þess að ég leit svo á að 15. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga hindraði það að dreifbýlishrepparnir gætu fengið aukaframlög ef þau yrðu fyrir áföllum vegna þessarar tilfærslu á verkaskiptingunni. Nú hefur hæstv. félmrh. lýst því yfir í þessum ræðustól að hann muni beita sér fyrir því að gerð verði breyting á þessari gr. ef í ljós komi að hún hindri það markmið sem hæstv. ráðh. lýsti yfir í Ed., að hann mundi beita sér fyrir að slík sveitarfélög mundu fá aukaframlög, kæmi í ljós að þau yrðu fyrir þungum áföllum. Eftir þessa yfirlýsingu ráðh. mun ég eftir atvikum geta fylgt þessu frv.