19.12.1975
Efri deild: 44. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1533 í B-deild Alþingistíðinda. (1259)

Þingfrestun

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Fyrir hönd allra þdm. vil ég þakka forseta vorum fyrir réttláta, lipra og sanngjarna fundarstjórn hér á þessu þingi. Einnig þakka ég honum fyrir góðar óskir í okkar garð. Ég veit að ég mun mæla fyrir munn allra þdm. er ég óska forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls nýárs og að við megum sjá hann heilan á húfi á komandi ári. Þessu til staðfestingar bið ég þdm. að risa úr sætum og staðfesta óskir mínar. — [Þdm. risu úr sætum.]