20.12.1975
Sameinað þing: 38. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1595 í B-deild Alþingistíðinda. (1302)

1. mál, fjárlög 1976

Jón G. Sólnes:

Herra forseti. Við lifum í þjóðfélagi þar sem happdrættisspilamennska er ákaflega vinsæl fjáröflunaraðferð. Ef þessi framkvæmd, sem felst í tölulið 5, gæti orðið til þess að útvega ríkissjóði miklar tekjur og jafnvel meira en standa undir sjónvarpinu og sjónvarpsrekstrinum og gæti því komið almenningi til góða, og þar sem hér er um mjög vinsæla fjáröflunaraðferð að ræða, þá tel ég þessa till. ákaflega ákvæða og segi því já.