02.02.1976
Sameinað þing: 42. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1641 í B-deild Alþingistíðinda. (1366)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 29. jan. 1976.

Gunnar Thoroddsen, form. þingflokks Sjálfstfl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem Jón Árnason, 2. þm. Vesturl., er sjúkur og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með beiðni hans og með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, Ingiberg J. Hannesson sóknarprestur, taki sæti á Alþ. í forföllum hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Eggert G. Þorsteinsson, forseti Ed.

Séra Ingiberg J. Hannesson hefur áður setið á þingi sem varamaður Guðmundar H. Garðarssonar, 6. landsk. þm., en það þarf að rannsaka annað kjörbréf, þar sem hann mætir fyrir Jón Árnason, 2. þm. Vesturl. Fyrir liggur kjörbréf frá kjörstjórn Vesturlandskjördæmis og bið ég kjörbréfanefnd að rannsaka kjörbréfið. Verður 5 mín. fundarhlé meðan rannsókn kjörbréfsins fer fram. — [Fundarhlé.]