02.02.1976
Sameinað þing: 42. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1641 í B-deild Alþingistíðinda. (1367)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Friðjón Þórðarson) :

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf séra Ingibergs J. Hannessonar sóknarprests að Hvoli í Staðarhólsþingum, en hann er 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi. Hann kemur nú til þings í veikindaforföllum Jóns Árnasonar, 2. þm. Vesturl. Séra Ingiberg hefur áður setið á þingi um sinn fyrir tæpu ári sem 1. varamaður landsk. þm. Sjálfstfl.

Kjörbréf þetta er gefið út af kjörstjórn Vesturlandskjördæmis 1. júlí 1974. Nefndin leggur til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþ.