11.02.1976
Neðri deild: 53. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1832 í B-deild Alþingistíðinda. (1513)

151. mál, gjald af gas- og brennsluolíum

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Virðulegi forseti. Ég skal ekki fara út í skoðanamun við hv. þm. í sambandi við þetta mál, en vil aðeins vekja athygli á því, að það er gert ráð fyrir í fjárl. að tekjur ríkissjóðs af olíuinnflutningi nemi 1 milljarði á árinu 1976. Það fyrirkomulag, sem hér er hugsað að taka upp, gefur ríkissjóði nákvæmlega þá upphæð sem þar um ræðir. Ég tel, eins og nú er komið þessum málum, olíuverðsmálunum, ekki með nokkru móti mögulegt að koma fram öðrum breyt. en þessum, hvort sem menn hafa skoðanir á því að innflutningsgjald eigi að leggja á olíuna eða ekki. Hér er um að ræða aðeins breytingu á formi. Það eru sömu tekjur fyrir ríkissjóð fyrir og eftir þá lagabreytingu sem hér er lögð til.