12.02.1976
Neðri deild: 57. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1882 í B-deild Alþingistíðinda. (1551)

151. mál, gjald af gas- og brennsluolíum

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson):

Hæstv. forseti. Ég vil taka það fram, að mér sýnist eðlilegt að þessi tvö mál verði skoðuð í samhengi og vettvangur til þess er auðvitað í hv. Ed., þangað sem þetta mál gæti farið nú í dag. Ég sé því enga ástæðu til þess að vera að fresta afgreiðslu málsins í þessari hv. d., eins og hv. síðasti ræðumaður var að tala um að gert yrði.

Svo held ég nú að það þurfi í sjálfu sér ekki að fara fyrir hjartað á hv. þm. Karvel Pálmasyni þótt stjfrv. þurfi nánari skoðunar við eftir að þau hafa verið lögð fram í þinginu. Hann ætti að vera minnugur þess sem gerðist hér á vinstristjórnarárunum. Slíkt kom nokkuð oft fyrir.

Ég vil svo taka það fram, að það sýnist vafalaust fleirum en honum að nóg sé komið af skattlagningu. En eins og komið hefur fram og er getið í grg. með þessu frv., þá yrði verð á olíulítra hærra en það verður samkv. þessu frv. ef ekkert væri gert.