17.02.1976
Sameinað þing: 51. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1921 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

111. mál, sjóefnavinnsla á Reykjanesi

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. Á þskj. 136 hef ég leyft mér að flytja svofellda fsp. til iðnrh. um sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi. Fyrirspurnin hljóðar þannig:

„Hvað líður rannsóknum um byggingu og rekstur sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi, og hvenær má vænta ákvörðunar um hvort og með hvaða bætti verksmiðjan verður byggð?“

Ég hef hreyft þessu máli samkv. nokkuð mörgum óskum íbúa á Suðurnesjum sem hafa nokkurn áhuga á að vita og fylgjast með framgangi þessa máls sem engan veginn er nýtt og hefur verið til umr. hér á hv. Alþ. Ég vænti þess, að hæstv. ráðh. geti gefið ítarlegt svar við þessari fyrirspurn.