18.02.1976
Neðri deild: 60. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

113. mál, álbræðsla við Straumsvík

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir):

Ég biðst afsökunar. Hefði ég vitað að hv. 1. þm. Suðurl. var staddur í miðri ræðu, þegar umr. var frestað, hefði ég að sjálfsögðu leyft honum að halda áfram þeirri ræðu sinni nú í upphafi framhaldsumræðunnar. En varaforseti sá um síðasta fund, þannig að ég hafði ekki um þetta vitað. Ég veit að hv. 1. þm. Sunnl. tekur því með ljúfu geði að halda áfram ræðu sinni þegar hv. 3. þm. Norðurl. v, hefur lokíð sinni ræðu.