24.02.1976
Sameinað þing: 55. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2080 í B-deild Alþingistíðinda. (1704)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 20. febr. 1976. Þorv. Garðar Kristjánsson, ritari þingflokks Sjálfstfl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv. heiðni Jóhanns Hafsteins, 6. þm. Reykv., sem að læknisráði verður fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Geirþrúður Hildur Bernhöft félagsmálafulltrúi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Geirþrúður H. Bernhöft hefur áður setið þingi og býð ég hana velkomna til starfa.