25.02.1976
Neðri deild: 64. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2185 í B-deild Alþingistíðinda. (1775)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Magnús T. Ólafsson):

Vegna ummæla í upphafi ræðu hv. 3. þm. Suðurl. sé ég mig til knúinn að taka þetta fram:

Ég vona að hv. þm. átti sig á því við umhugsun, þegar hann leiðir hugann að því hvernig fundartíma er báttað á miðvikudögum, að mér gekk ekki það til með því að biðja menn að vera gagnorða að ég vildi hindra umr. um þetta mál. Ég vísa því algerlega á bug að orð mín hafi mátt skilja á þann hátt. Ég lít á það sem skyldu forseta að leitast við að haga umr-. svo að sem flestir þm. geti komið að sjónarmiðum sínum á þeim takmarkaða tíma sem til umráða er. Það verður aðeins gert ef menn stytta mál sitt eftir föngum.