26.02.1976
Neðri deild: 69. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2221 í B-deild Alþingistíðinda. (1813)

118. mál, ráðstafanir til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur athugað þetta frv. og er álit meiri hl. n. á þskj. 379. Eins og þar kemur fram varð n. ekki sammála um afgreiðslu málsins. Minni hl., hv. þm. Lúðvík Jósepsson, skilar séráliti og hv. þm. Gylfi Þ. Gíslason skrifar undir álit meiri hl. með fyrirvara. Meiri hl. leggur til að frv. verði samþ. eins og frv. er komið frá hv. Ed., en þar var gerð sú breyting, að olíustyrkurinn var hækkaður úr 8200 kr. í 9500 kr. Að öðru leyti er frv. óbreytt frá því sem það var lagt fram og raunar að mestu samhljóða l. nr. 6/1975. — Meiri hl. leggur til að frv. verði samþ.