04.03.1976
Efri deild: 71. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2372 í B-deild Alþingistíðinda. (1973)

155. mál, fullorðinsfræðsla

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Ég satt að segja nenni ekki að lengja þetta mál að neinu marki, en ég ætla að láta duga hér eins og eina setningu í framhaldi af því sem hv. 5. þm. Norðurl. v. sagði áðan.

Hann sagði að ríkisstj. hefði ekki þurft neina breytingu á samningi eða neina niðurfellingu hans, hvorki frá Alþ. ríkisstj., til þess að lækka ekki tollana um s.l. áramót. Þetta er vissulega alveg rétt hjá honum: ef menn vilja svíkja samninga, þá þurfa þeir engar samþykktir til þess, þá bara gera þeir það.