04.03.1976
Efri deild: 71. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2372 í B-deild Alþingistíðinda. (1974)

155. mál, fullorðinsfræðsla

Oddur Ólafsson:

Herra forseti. Þar eð þessar umr. hafa nú komist inn á svolítið víðara svið og m.a. farið að ræða um bókun 6 og þannig vildi til að ég hafði þessa bókun við hendina, þá langar mig til að lofa ykkur að heyra hana. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það séu mjög vafasamar forsendur fyrir neitun um að láta hana koma til framkvæmda. Þau atriði bókunar 6, sem hór er um að ræða, hljóða svona, það er í fyrsta lagi fyrsta atriði 2. gr.: „Efnahagsbandalagið áskilur sér rétt til að láta ákvæði þessarar bókunar ekki koma til framkvæmda ef ekki næst viðunandi lausn fyrir aðildarríki Efnahagshandalagsins og Íslands í efnahagserfiðleikum sem leiðir af ráðstöfunum Íslands varðandi fiskveiðirétt.“ Þetta er meginklásúlan í þessari 2. gr. Og síðan kemur nr. 2.: „Nú fæst ekki viðunandi lausn fyrr en eftir þetta tímamark og þá getur Efnahagsbandalagið frestað ákvörðun um framkvæmdaákvæði þessarar bókunar, enda tilkynni það Íslandi þá ákvörðun.“um framkvæmdaákvæði þessarar bókunar, enda tilkynni þá Íslandi þá ákvörðun.“— Að okkar ráðstafanir varðandi fiskveiðiréttindi valdi Efnahagsbandalagsríkjum efnahagserfiðleikum, því held ég a sé mjög erfitt að færa rök fyrir. En mig langaði bara til að lofa hv. d. að heyra hvernig þetta hljóðar, vegna þess að þetta er grundvöllurinn að okkar erfiðleikum með tollana við Efnahagsbandalagið