11.03.1976
Sameinað þing: 62. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2505 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

83. mál, áætlanagerð í flugmálum

Frsm. (Jón Skaftason):

Herra forseti. Allshn. Sþ. hefur haft til athugunar að undanförnu till. til þál. um áætlanagerð í flugmálum, sem er 83. mál þessa þings. Till. hljóðar þannig:

Alþ. ályktar að fela samgrh., að láta gera fjögurra ára framkvæmda- og fjármögnunarráætlun um flugmál.“

N, hefur athugað þessa till. og hafa henni borist umsagnir frá samgrn. og flugráði sem báðar eru jákvæðar gagnvart þeirri hugmynd að láta semja fjögurra ára framkvæmda- og fjármögnunaráætlanir um flugmál. Það kemur fram í umsögn samgrn. að það hafi, skömmu eftir að þessi þáltill. var flutt, skipað 5 manna nefnd til þess að gera úttekt á íslenskum flugvalla- og flugöryggismálum, og að í nýjum reglum flugráðs er gert ráð fyrir því að það geri heildaráætlun um framkvæmdir flugmála til fjögurra ára í senn. Með hliðsjón af þessum upplýsingum, sem n, bárust, leggur hún einróma til að þar sem tilgangi till. er náð, þá verði henni vísað til ríkisstj.