15.03.1976
Neðri deild: 79. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2550 í B-deild Alþingistíðinda. (2126)

158. mál, vátryggingariðgjöld fiskiskipa

Jón Skaftason:

Herra forseti. Sjútvn. Nd. hefur haft til athugunar frv. til l. um greiðslu vátryggingariðgjalda fiskiskipa, 158. mál þessa þings, flutt í Ed. N. athugaði frv. þetta á tveim fundum og varð niðurstaðan sú að meiri hl. n., þ.e.a.s. þeir 4 hv. þm. sem undirrita nál. á þskj. 412, mælir með því að frv. verði samþ. óbreytt, einn hv. nm., Garðar Sigurðsson, skilar sérálíti, en fjarverandi voru Sighvatur Björgvinsson, sem boðaði veikindaforföll, og hv. þm. Sverrir Hermannsson.

Meiri hl. n. mælir með því að frv. verði samþykkt.