16.03.1976
Sameinað þing: 65. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2596 í B-deild Alþingistíðinda. (2154)

122. mál, hönnun bygginga á vegum ríkisins

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég skal ekki tefja þessar umr. mjög, en ég vil aðeins segja hér nokkur orð af þessu tilefni.

Ég vil segja það strax, að ég tel að hér sé hreyft mjög mikilvægu og merku máli. Eins og hefur komið fram í ræðu hv. þm., sem áður hafa talað virðist því miður vera hægt að benda á ótrúlega svört dæmi sem leiða að því líkur að full þörf sé á því að opinberir aðilar, Alþ. og kannske fjárveitingavald, grípi hér á tauma og leiði þessi mál inn á betri og affarasælli brautir en þau virðast hafa verið á nú að undanförnu.

Þó að ég segi hér að ég telji að flutningur þessarar till. eigi fyllsta rétt á sér, þá er ég ekki þar með að segja að hér sé um að ræða þá einu réttu leið sem bent er á, að setja á fót nýja stofnun til að gegna hlutverki sem þessu. Það er hugsanlegt að gera það með öðrum hætti og á fleiri vegum en hér er um rætt,

þ.e.a.s. að koma á fót teiknistofu ríkisins. Það mætti a.m.k. skoða það að mínu áliti hvort ekki væri hugsanlegt með minni tilkostnaði heldur en ný stofnun hefði í för með sér að fela húsameistaraembætti ríkisins að annast þessa fyrirgreiðslu og þar með auka verksvið þeirrar stofnunar heldur en að koma á fót nýrri. Þetta er ekki sagt til þess á neinn hátt að draga úr því að þessi mál verði könnuð, síður en svo, en ég hygg að það geti komið til greina að skoða aðrar leiðir en þá, sem hér um ræðir, þ.e.a.s. að setja á fót eina stofnunina enn. Af þeim lýsingum, sem hv. tveir þm., raunar þrír, frummælandi till. líka hafa hér gefið, þá virðist ekki allt fengið í sparnaðarátt með því að leyfa opinberum aðilum, eins og hér var bent á tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins, að leika lausum hala. það þarf vissulega að vera aðhald að þeim stofnunum ekki síður en öðrum og kannske miklu fremur. Það held ég að dæmin sýni.

En það, sem varð fyrst og fremst til þess að ég kvaddi mér hljóðs, er kannske einn þáttur fyrst og fremst þess sem hér um ræðir. Hann er einmitt nefndur í þessari þáltill. í upptalningu verkefna sem gert er ráð fyrir að stofnun sem þessi mundi sinna, og það er í sambandi við íþróttamannvirki. Ég er þeirrar skoðunar að það ástand, sem ríkt hefur í þeim málum á undanförnum árum og áratugum, sé ófremdarástand sem gersamlega sé óviðunandi að búa við. Sú stefna, sem þar hefur ráðíð ríkjum, hefur leitt til þess og leiðir til þess í æ ríkari mæli að hinir afskekktari staðir, hinir fámennu staðir, dreifbýlisstaðirnir, verða gersamlega útilokaðir frá því að geta kornið upp þeim mannvirkjum, sundlaugum og íþróttaaðstöðu, sem nauðsynleg eru á hverjum stað þó að fámennur sé, miðað við það ástand og þá stefnu sem þessi mál hafa tekið. Og það má furða heita að einum aðila í kerfinu skuli haldast uppí að halda til streitu stefnu af þessu tagi, þrátt fyrir það að ég þykist vita að mikill meiri hluti t.d. alþm. sé andvígur slíkri stefnu. Það má furðu gegna að slíkt skuli liðast um ár og áratugi.

Ég minnist þess að fyrir ca. þremur árum ætlaði eitt tiltölulega litíð sveitarfélag vestur á fjörðum að koma sér upp sundlaug til þess að geta framfylgt fræðslulöggjöf sem búin er að vera í gildi í áratugi og enginn getur útskrifast með fullnaðarprófi án þess að hafa fullnægt þeirri skyldu. Miðað við það, sem þá var talað um, átti slík sundlaug að kosta 1 millj., en bygging og aðbúnaður búningsherbergja átti að kosta 7–8 millj. við þessa sundlaug sem kostaði sjálf aðeins 1 millj. Það sér hver maður, sem vill hugleiða það, og þarf ekki mikla víðsýni til að sjá að slíkt er auðvitað alger óhæfa. Og það á svipað fjölmennum stað eins og hér um ræðir hefur verið talað um að byggja íþróttahús, íþróttamannvirki, sem er af stærðargráðunni 15C–180 millj. kr. og mundi kosta viðkomandi sveitarfélag nokkra áratugi, — þó að það verði öllum þeim tekjum, sem það hefur, í þennan eina stofn, þá mundi það kosta nokkra áratugi að standa skil á þess hluta, 50% af kostnaði.

Hér er um að ræða svo furðulega stefnu, að það má furðulegt heita að ekki skuli hafa verið gripið fram fyrir hendur manna, sem fylgja slíkri stefnu, og það fyrir löngu. Það er löngu orðið ljóst að íþróttaaðstöðu á borð við það sem ég var hér að tala um, sem var af stærðargráðunni 150–180 millj. kr., má koma upp meðskynsamlegum hætti fyrir 30–40 millj. En enn er það sami aðilinn í kerfinu sem kemur í veg fyrir að slíkt gerist.

Ég vil láta það koma fram við þessar umr. að fyrir um þrem árum gerði fjvn. Alþ. tilraun til að hreyfa þessu máli, tók það upp og gerði tilraun til að fá þá aðila, sem um þessi mál fjalla, til þess að gera raunhæft átak í þessum efnum, en án árangurs. Og við það situr enn. Það er því full ástæða til þess að Alþ. sjálft taki hér í taumana og það af myndugleik, ekki neinu káki, því að hér er sýnilegt að ef ekkí á enn verr að fara en hingað til, þá verður snarlega að bregðast við og beina þessum málum inn á allt aðrar og skynsamlegri brautir en þau hafa verið á og eru á í dag.

Ég get svo ekki stillt mig um, vegna þess að hv. fyrri flm. og frsm. þessarar till. vék að því örfáum orðum í framsögu fyrir till. að vissulega hefðu þeir aðilar, sem sótt hefðu til fjárveitingavaldsins í haust, talið sig þurfa meira en til þeirra var af hendi látið rakna, þá er það vissulega rétt. En hv. þm. veit líklega manna best sem einn af ráðandi mönnum í meiri hl. hér á hv. Alþ. hver stefna var tekin í fjármálum þjóðarinnar, fjárveitingum til þessa og hins, jafnt nauðsynlegra sem ónauðsynlegra hluta og ásamt öðrum hv. stjórnarþm. mátt hugsa til þess fyrir og við afgreiðslu fjárl. að það þurfti betur að gera en gert var, a.m.k. við þá þætti fjárveitinga sem til þess fyrir og við afgreiðslu fjárl. að það þurfti betur að gera en gert var, a.m.k. við þá þætti fjárveitinga sem til þess voru ætlaðir að byggja upp nauðsynlega aðstöðu úti á landbyggðinni.

Ég skal ekki hafa þessi orð öllu fleiri. Ég lýsi sem sagt fyllsta stuðningi mínum við þessa till., þó að ég telji — að það þyrfti að hugleiða hvort ekki væri með öðrum hætti að eftir öðrum leiðum en hér er bent á hægt að koma þessum málum betur fyrir en verið hefur. Það er vissulega nauðsyn, eins og hér hefur verið bent á, að gera slíkt og að það verði gert sem fyrst, áður en búið er að koma málum þannig fyrir að það sé gersamlega vonlaust í náinni framtíð að nokkurt lítið sveitarfélag úti á landbyggðinni geti leyft sér að byggja upp slíka aðstöður sem íþróttamannvirki eru, eins og sjúkrahúsaðstaða er og fleira, því að ef ekki verður breytt um stefnu þá er ekki sýnilegt í náinni framtíð að neitt slíkt eigi sér stað með skynsamlegum hætti.