16.03.1976
Sameinað þing: 65. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2607 í B-deild Alþingistíðinda. (2162)

137. mál, sykurhreinsunarstöð

Flm. (Þórarinn Sigurjónsson):

Herra forseti. Á þskj 297 hef ég leyft mér að flytja till. til þál. um sykurhreinsunarstöð í Hveragerði, sem hljóðar á þessa leið:

Á síðasta þingi lagði ég þessa till. fram, en ekki vannst tími til þess að ræða hana þá. Er hún því lögð hér fram aftur nú til umr. og ályktunar. Vil ég nú gera nokkra grein fyrir helstu þáttum þessa máls.

Með það í huga að auka og efla iðnað okkar þjóðar ásamt því að spara dýrmætan gjaldeyri er þessi till. flutt. Iðnaður hefur aukist og eflst hér á liðnum árum, en betur má ef duga skal. Það er sú atvinnugrein sem búa verður betur að og byggja markvisst upp í landi okkar, svo að hún geti veitt mörgum sinnum fleira fólki atvinnu heldur en hún gerir nú. Iðnaðurinn þarf líka að afla okkur gjaldeyris og spara gjaldeyri með því að flytja inn hrávöru og fullvinna hér innanlands.

Kemur þá iðjuver til hreinsunar á hrásykri vissulega tilgreina skv. ítarlegum athugunum og áætlunum, sem Hinrik Guðmundsson verfræðingur hefur gert, er sýnt fram á að við gætum sparað a.m.k. 150 millj. kr. í gjaldeyri á ári með því að reisa hér á landi sykurhreinsunarstöð, en þó því aðeins að allur sá sykur, sem hér er notaður, færi í gegnum þessa stöð. Sú till., sem hér er flutt, gerir ráð fyrir að stöðin yrði reist í Hveragerði þar sem jarðvarmi er mikill, en við hreinum á sykri þarf allmikla gufu sem erlendis er framleidd í gufukatli með olíukyndingu. Hveragerði er einnig nærri aðaðmarkaðssvæðum landsins sem eru hér á Suðvesturlandi.

Til landsins hefur hingað til eingöngu verið fluttur inn fullhreinsaður og pakkaður sykur til neyslu og iðnaðar, ýmis reyrsykur frá hitabeltislöndum eða rófnasykur frá Evrópu. Á undanförnum árum hefur sykurinnflutningur verið sem hér segir skv. hagskýrslum: Árið 1966 voru flutt inn 10 410 tonn, árið 1967 10 470 tonn, árið 1968 11 834 tonn, árið 1969 10 001 tonn, árið 1970 10252 tonn, árið 1971 9 653 tonn, árið 1972 10 133 tonn, árið 1973 9 450 tonn, árið 1974 10 236 tonn, eða að meðaltali þessi 9 ár 10 271 tonn. Þessi innflutningur hefur skipst þannig að af strásykri hafa verið flutt inn 8 684,4 tonn að meðaltali af molasykri 911,3 tonn, púðursykri 241,6 tonn, flórsykri 414,8 tonn og kandíssykri 18,9 tonn.

Eins og þessar tölur sýna er sykurneysla íslendinga allstöðug um 10 þús tonn á ári. Sykurneyslan hefur verið mest um 55 kg á mann á ári, en hefur lækkað nokkur undanfarin ár og er nú tæplega 50 kg á mann á ári. Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem nota hlutfallslega mestan sykur og er í því ekki að vænta að sykurneysla hér á landi aukist nema í hlutfalli við fólksfjölgun.

Á árunum 1963 og1964 var byrjað að flytja inn sykur í smásöluumbúðum og slíkur innflutningur hefur aukist með árunum. Hann er nú um 30% af innfluttum strásykri og yfir 90% af innfluttum molasykri. Og í þeirri athugun, sem Hinrik Guðmundsson verkfræðingur, hefur unnið og hér er stuðst við, er gert ráð fyrir að flytja inn hrásykur lausan í lest og hreinsa hér og pakka til notkunar á innanlandsmarkaði í stað þess að flytja inn hreinsaðan og pakkaðan sykur eins og gert hefur verið.

Nauðsynlegt er, áður en lengra er haldið, að gera sér nokkra grein fyrir hvaða stærð af verksmiðju okkur hentaði best. Að mínum dómi þarf hún fyrst og fremst að geta fullnægt innanlandsmarkaðnum eins og hann er í dag og helst með nokkurri aukningu. Sykurverksmiðjur eru af ýmsum stærðum. T.d. í Vestur-Þýskalandi skiptast þær um þessar mundir í eftirfarandi stærðarflokka miðað við afköst af hreinsuðum sykri: Verksmiðja, sem getur hreinsað allt að 7 500 tonnum á ári, er engin. Verksmiðjur sem geta hreinsað 7 501—12 500 tonn á ári eru tvær. Verksmiðjur sem geta hreinsað 12 501—20 000 tonn á ári, eru 8. Verksmiðjur sem geta hreinsað 20 000—30 000 tonn á ári, eru 20. Og verksmiðjur, sem geta hreinsað yfir 30 000 tonn á ári eru 25. Af þessu sést að sykurverksmiðjur af þeirri stærð, sem hentar hér á landi, eru allvel þekktar í Vestur-Þýskalandi og þá væntanlega víðar, en það mun vera verksmiðja sem afkastaði 12—20 þús. tonnum á ári.

Að undanförnu hefur sykurverð sveiflast mikið á uppboðsmörkuðum sykurútflytjenda og fer það aðallega eftir árferði og uppskeru í sykurframleiðslulöndum. Reyrsykur frá hitabeltislöndunum er ódýrari í framleiðslu en rófnasykur frá Evrópu. Helstu sykurútflutningslöndin eru í hitabeltinu, t.d. Kúba og ýmis önnur ríki við Karabískahafið. Undanfarin tvö ár hefur sykruverð stigið hærra en nokkru sinni fyrr á uppboðsmörkuðum, en er nú aftur á niðurleið.

Þau lönd, sem sykur var fluttur inn frá á árinu 1974 til Íslands, eru þessi: Frá Belgíu var flutt inn 875 tonn, frá Bretlandi 3 949 tonn, frá Danmörku 1037 tonn, frá Finnlandi 1526 tonn, frá Hollandi 84 tonn, frá Póllandi 560 tonn, frá Tékkóslóvakíu 845 tonn, frá Austur-Þýskalandi 401 tonn, frá Vestur-Þýskalandi 475 tonn, frá Sovétríkjunum hefur ekkert verið flutt inn á árinu 1974, en hefur oft verið flutt inn þaðan nokkurt magn, frá Bandaríkjunum 485 tonn.

Eftirfarandi tölur bregða nokkru ljósi á sykurbúskap þeirra ríkja sem um ræðir. Hann hefur verið þessi á árinu 1974: Finnland hefur flutt inn 158 000 tonn, en út 19 þús. tonn. EBE-löndin hafa flutt inn 2 millj. 184 þús tonn, en út 1 millj. 128 þús. tonn. Pólland hefur flutt inn 28 þús, tonn, en út 183 þús, tonn. Tékkóslóvakía hefur flutt inn 165 þús, tonn, en út 189 þús. tonn. Austur-Þýskaland hefur flutt inn 285 þús. tonn, en út 186 þús. tonn. Sovétríkin hafa flutt inn 1 millj. 856 þús. tonn, en út 117 þús. tonn. Sósíalísku ríkin í Evrópu hafa alls flutt inn 2 millj. 836 þús. tonn, en út 733 þús. tonn. Bandaríkin hafa alls flutt inn 5 millj. 250 þús. tonn, en út 62 þús. tonn. — Enn fremur má gera sér nokkra grein fyrir því hvernig þetta hefur skipst meðal heimsálfa. Evrópa hefur flutt inn 6 mill,j. 760 þús, tonn, en út 1 millj. 916 þús. tonn. Norður-Ameríka hefur flutt inn 6 millj. 198 þús. tonn, en út 105 þús. tonn. Mið-Ameríka hefur flutt inn 24 þús, tonn, en út 8 millj. 197 þús. tonn, Suður-Ameríka hefur flutt inn 244 þús. tonn, en út 3 millj. 982 þús, tonn. Asía hefur flutt inn 6 mill,j. 379 þús. tonn, en út 3 millj. 320 þús, tonn. Afríka hefur flutt inn 1 mill,j. 768 þús. tonn, en út 2 millj. 138 þús. tonn. Ástralía hefur flutt inn 197 þús. tonn, en út 2 mill,j. 75 þús. tonn.

Af framangreindum tölum er ljóst að megnið af sykurinnflutningi íslendinga kemur frá Evrópuþjóðum sem framleiða rófnasykur, en hann er dýrari en reyrsykur frá hitabeltislöndunum. Enn fremur eru flest ríki ekki sjálfum sér nóg um sykurframleiðslu og kaupa því það sem á vantar annars staðar að. Sá sykur kemur aðallega frá Suður-Ameríku og Ástralíu. Þau Evrópuríki, sem eru aflögufær um sykur, eru í efnahagsbandalögum sem í heild fullnægja ekki sykurþörfum sínum. Það virðist því nokkuð ljóst að ekki hefur verið fluttur inn sykur af offramleiðslubirgðum Evrópuframleiðenda, heldur hefur verið keyptur beint eða óbeint innfluttur sykur hinna ýmsu ríkja frá hitabeltislöndunum sem innflytjendur hafa síðan hreinsað og selt áfram. Þetta er einkar ljóst um Finnland sem hefur litla sykurframleiðslu, enda vaxa sykurrófur ekki nema allra syðst í Finnlandi. Af þessu má álykta að hyggilegast sé að kaupa hrásykurinn beint frá framleiðendum í Mið- eða Suður-Ameríku og hreinsa hann hér og neyta þess aðstöðumunar í innflutningi og notkun jarðgufu.

Heimsframleiðslan á hrásykri á undanförnum árum hefur verið sem hér segir: Starfsárið 1964–1965 voru framleidd í öllum heiminum 67.7 millj. tonn. Árið 1965–1966 var það 67.9 millj. tonn. Árið 1966–1967 var það 69.7 millj. tonn. Árið 1967–1968 var það 71.2 millj. tonn. Árið 1968–1909 var það 74.4 millj, tonn. Árið 1969-1970 var það 80.7 millj. tonn. Árið 1970–1971 var það 77.2 millj, tonn. Árið 1971–1972 var það 77 millj. tonn. Árið 1972–1973 var það 81.1 millj. tonn. Árið 1973–1974 var það 86.3 millj. tonn. Árið 1974–1975 var það 86.1 millj. tonn. Tölur framleiðsluáranna 1974–1975 eru bráðabirgðatölur. Endanlegar upplýsingar liggja ekki fyrir enn þá.

Af þessum tölum er ljóst að sykurframleiðslan í heiminum fer stöðugt vaxandi. Einnig er vitað að árið 1964–1965 er framleiðsla af rófnasykri 41.8% af heimsframleiðslunni, en 58.2% reyrsykur, en árið 1973–1974 er rófnasykurinn orðinn 37.9% af heimsframleiðslunni og reyrsykurinn 621%. Af þessum tölum er greinilegt að framleiðslan á reyrsykri vex miklu hraðar en fram leiðsla á rófnasykri. Á 10 ára tímabili hefur reyrsykursframleiðslan vaxið úr 39.4 millj. tonna í 53.6 millj. tonna, en rófnasykursframleiðslan á sama tíma úr 28.3 millj. tonna í 32.7 millj. tonna. Það er einnig ljóst að heimsframleiðslan á sykri hefur verið mjög mikil á starfsárinu 1972–1973 og næstu tvö starfsár þar á eftir er metframleiðsla bæði árin.

Ekki reyndist það þó svo að þessi mikla framleiðsla hefði áhrif hér á landi til lækkunar fyrr en á árinu 1975. Hvað það er, sem veldur þessu, er ekki gott að segja. E.t.v. er það vegna minni framleiðslu á sykri í Evrópu. Eða er það vegna fjölþjóðasamtaka sykurframleiðenda og sykurinnflutningslanda sem gert hafa með sér samninga. Vitað er að til þess að hemja hinn frjálsa markað var sett ákveðið viðmiðunarverð, settar reglur um lágmarksbirgðir af sykri, 10–20%, sem haldið væri eftir í geymslum og hægt væri að set,ja á markaðinn ef verð hækkaði yfir ákveðin mörk, og kvöð um að draga úr framboði á sykri ef verð lækkaði niður fyrir ákveðin mörk. Enn fremur var ákveðinn útflutningskvóti, 7 millj. 708 þús, tonn, af hrásykri sem var skipt á sykurútflytjendur í hlutfalli við fyrri útflutning þeirra. Um þetta leyti var sykurframleiðslan í heiminum um 80 millj. tonn á ári og þá er ljóst að útflutningskvótinn var aðeins 10% af heimsframleiðslunni. Undanskilinn var allur sykur sem var seldur innan ramma sykursamnings Breska samveldisins og samkv. sykurlögum Bandaríkjanna og samkv. sykursamningi Afríkuríkja og einnig sykurútflutningur Kúbu til sósíalískra ríkja. Enn fremur er sykurframleiðslu og sykurverslun Efnahagsbandalags Evrópu stjórnað með reglugerðum og fyrirmælum frá höfuðstöðvum þess í Brüssel, en þar er m.a. ákveðið fyrir fram hvað mikill sykur hvert aðildarríki megi framleiða á hverjum tíma og hvernig verðlagi skuli háttað.

Af framangreindu má draga þá ályktun, að megnið af sykurframleiðslu heimsins sé selt samkv. sérstökum verslunarsamningum framleiðenda og kaup-enda sem vænta má að séu að jafnaði hagstæðari en þau kjör sem fást á uppboðsmörkuðum. hví er sérstök ástæða til að athuga möguleika á slíkum hrásykurkaupum í sambandi við fisksölu til sykurframleiðsluþjóða, einkum þeirra sem búa í hitabeltinu. Þar er sykurinn ódýrastur í framleiðslu og þar búa þær þjóðir sem helst þurfa á fiskmeti að halda.

Í nóv. s.l, kom hingað til lands sendiherra Kúbu á Íslandi sem hefur aðsetur í Svíþjóð.

Kom hann til þess að undirrita viðskiptasamning, sem gerður var milli Íslands og Kúbu. En við Kúbu hafa Íslendingar áður haft viðskipti m.a. annars selt þangað fisk og keypt þaðan sykur og fleiri vörur. Þegar sendiherrann var staddur hér á landi hafði blaðamaður við hann viðtal vegna hugsanlegra viðskipta og spurði þá hvort hugsanlegt væri að kaupa hrásykur frá Kúbu og borga t.d. með saltfiski. Sendiherrann sagði, með leyfi forseta: „Kúba er stórframleiðandi á hrásykri og við seljum sykurframleiðslu okkar í formi hrásykurs til útlanda. Við framleiðum nú um 6.5 millj. tonna af hrásykri. Við notum sjálfir um 1/2 millj. tonna, sem fer til neyslu og iðnaðar, en 6 millj. tonna flytjum við út til ýmissa landa. Án þess að ég hafi hugsað þessa hugmynd sérstaklega, að selja hrásykur fyrir fisk, þá virðist hún vera athyglisverð og verð nánari skoðunar.“

Þetta voru ummæli sendiherra Kúbu. Af ummælum sendiherrans er ljóst að ekki er ósennilegt að hægt væri að gera viðskiptasamning við Kúbu um þessi viðskipti.

Er þá komið að því að gera nokkra grein fyrir stofnkostnaði verksmiðju sem okkur mundi henta. Eins og áður er fram tekið er gert ráð fyrir að reisa sjálfa verksmiðjuna með pökkunaraðstöðu og geymslu fyrir hreinsaðan sykur í Hveragerði. Þar er næg jarðgufa og vatn og vinnuafl. Hrásykurgeymsla ásamt geymslu fyrir hreinsaðan sykur til daglegrar afgreiðslu yrði reist í Sundahöfn í Reykjavík. Hinrik Guðmundsson verkfræðingur hefur gert þessa kostnaðaráætlun, og í þeirri áætlun, sem hér fer á eftir, — er að mestu gengið út frá tilboðum frá BMA í Þýskalandi í öll tæki, stálgrindur og innréttingar, en útlitsteikningar eru frá Lueks & Go. Einnig er stuðst eftir þörfum við upplýsingar sérfróðra manna á hinum ýmsu sviðum. Miðað er við iðjuver sem getur hreinsað 50 tonn af sykri á sólarhring, en er rekið á tveimur vöktum. Þriðju vaktinni má bæta við þegar þörf krefur, og ætli þessi verksmiðja að geta fullnægt þörfum þjóðarinnar í a.m.k. 20–30 ár. Gert er ráð fyrir að öll pökkun fari fram í dagvinnu og að pakka 35% af strásykrinum og öllum molasykrinum og öðrum sykurtegundum í smáumbúðir. Allir kostnaðarliðir eru ríflega áætlaðir og er því enginn sérstakur liður fyrir ófyrirséðu. Þessi stofnkostnaðaráætlun er þá svona:

1. Byggingarkostnaður með heimtaugargjöldum er 185 millj. kr.

2. Lóðargjöld 10.4 millj.

3. Vélar, tæki, stálgrindur, fob.-verð 400 millj.

4. Flutningskostnaður og uppskipun 18 millj.

5. Tollar og söluskattur 125 millj.

6. uppsetning véla og tækja, gangsetning 80 millj.

7. Sérfræðingar 12 millj.

8. Frágangur á lóð 1.6 millj.

9. Bifreiðar 23 millj.

10. Þjálfun starfsfólks 1 millj.

11. Vaxtakostnaður á byggingartímanum 50 millj.

12. Veltufjármunir 223 millj.

Stofnkostnaður yrði þá alls 1 milljarður 729 millj., en tollar og söluskattur eru þarna áætlaðir 125 millj., sem er ekki óeðlilegt að væru dregnir frá, og er þá stofnkostnaðurinn án tolla og söluskatts 1 milljarður 4 millj. Ég tel að tolla og söluskatt væri ekki óeðlilegt að draga frá þar sem þeir koma ekki á sykurinnflutning, eru ekki lagðir á hann. Því er sanngirnismál að athugað verði hvort ekki sé hægt að minnka þennan stofnkostnað með því að draga þessa tolla frá. á það ber einnig að líta að það samrýmist ekki að ætla fyrirtækinu annars vegar að standast samkeppni við erlendar sykurverksmiðjur og krefjast hins vegar stórra fjárhæða í tollum og söluskatti, sem keppinautarnir eru lausir við. Auk þess eru hin erlendu fyrirtæki flest gamalgróin, vafalaust með eignir sinar afskrifaðar að miklu eða öllu leyti.

Á það skal sérstaklega bent að innlendir kostnaðarliðir eru reiknaðir á verðlagi í sept. 1975, en tilboð BMA á væntanlegu verði 1976. Byggingarkostnaður er miðaður við verksmiðju og geymslubyggingu ásamt og skrifstofuhúsnæði úr steinsteypu í Hveragerði svo og járn- og stálgrindaskemmu við Sundahöfn hvort tveggja samkv. uppdráttum Lucks á Co. og BMA. Heimtaugargjöld eru innifalin. Lóðargjöld, í Hveragerði er gatnagerðargjald af 20 þús. fermetra lóð og 1 800 fermetra húsi 4 millj. 360 þús. kr. Í Reykjavík er gatnagerðargjald af 13 þús. rúmmetra skemmu 5 millj. 850 þús. kr., byggingarleyfisgjald er 15 2100 kr. og holræsagjald o.fl. 7 900 kr. eða alls 6 millj. 10 þús. kr. Vélar, tæki og stálgrindur, þessi liður er samkv. tilboði BMA og innifelur í sér öll tæki og áhöld til verksmiðjunnar að meðtöldum raflögnum, lömpum og leiðslum svo og nauðsynlegum varahlutum. Það er vafalaust margt af því, sem er tilgreint í tilboðinu, unnt að smíða hérlendis eftir uppdráttum BMA, en það gæti lækkað þennan lið og flutningskostnað að mun. Flutningskostnaður og uppskipunarkostnaður er áætlaður samkv. upplýsingum frá Eimskipafélagi Íslands hf. og Hafnarskrifstofunni. Tollur og söluskattur eru metnir samkv. tollskrá og með hliðsjón af vörum og vörumagni. Vörugjald er ekki tekið með í þessum útreikningum. Uppsetning véla og tækja er áætluð með hliðsjón af uppsetningarkostnaði ýmissa verksmiðja hér á landi. Innifalinn er kostnaður af sérfræðingum seljanda tækjanna við uppsetningu þeirra. Sérfræðingar, hér er áætlaður kostnaður vegna sérfræðinga við undirbúning og byggingu verksmiðjunnar. Frágangur lóðar þarfnast ekki skýringa. Bifreiðar, gert er reið fyrir tveimur yfirbyggðum flutningabifreiðum með sturtum. Hvor bifreið þarf að geta flutt 13 tonn af sykri í ferð. Enn fremur er gert ráð fyrir bifreið fyrir forstjóra og sendibifreið. Þjálfun starfsfólks, rétt þótti að gera ráð fyrir nokkurri upphæð í þessu skyni. Vaxtakostnaður á byggingartímanum er áætlaður með hliðsjón af tilboði BNIA, en þar er gert ráð fyrir 1/3 greiðslu við pöntun tækjanna, 1/3 greiðslu að hálfnuðum afgreiðslufresti og 1/3 greiðslu við afhendingu varanna. Þá er einnig vitað nokkurn veginn hvernig greiðslur falla á byggingartímanum. Veltufjármunir eru fundnir þannig að áætlaður eru meðalbirgðir af hrásykri 1300 tonn, vörubirgðir af hreinsuðum sykri 400 tonn, gjaldfrestur til heildsala 2500 tonn. Mundi það gera um 500 millj. 900 þús. Gjaldfrestur er aftur áætlaður frá hrásykursseljanda 3 þús. tonn sem væri þá 285 millj. sem dragast frá þessum 500 millj. og yrði þá 215 millj. 900 þús. sem þyrfti í veltufé. Auk þess er talið rétt, að áætla sjóð til daglegra viðskipta 7 millj. kr. Þess vegna er þessi liður áætlaður 222 millj. 900 þús. kr.

Rétt er að gera sér ofurlitla grein fyrir því hvernig rekstur sykurhreinsunarstöðvar kæmi út hér á landi, en hér er eingöngu um að ræða áætlunartölur miðað við verðlag í sept. 1955 sem mun vera verulega hærra en sykurverð er nú. Það eru þá fyrst tekjur. Strásykur í 50 kg pokum, 5785 tonn, er áætlaður 734 millj. 695 þús. Strásykur í 2 kg pokum, 3115 tonn, yrði 445 millj. 445 þús. Molasykur í 1 kg pokum, 1 þús. tonn, yrði 166 millj. Flórsykur, 500 tonn, yrði 83 millj. Púðursykur, 250 tonn yrði 41 millj. 500 þús. Kandíssykur 20 tonn, 5 millj. 720 þús. Melassi 660 tonn, 21 millj. 120 þús. Samtals yrðu tekjur 1 milljarður 497 millj. 480 þús. kr.

Gjöld yrðu aftur þessi: Hrásykur, 11 600 tonn, 1 milljarður 183 millj. 200 þús. kr. Rekstrarvörur, ýmis efni og umbúðir, 38 millj. Gufa, 33 þús. tonn, 1 millj. 650 þús. kr Rafmagn, 1 millj. 300 þús. kwst., 7 millj. Viðhald og viðgerðir 1 millj. Flutningskostnaður Reykjavík-Hveragerði og Reykjavík aftur til baka 6 millj. Opinber gjöld, 1% aðstöðugjald o.fl. 14 millj. Iðnlánasjóðsgjald. 06%, 7 millj. 864 þús. Samtals breytilegur kostnaður 1 milljarður 258 millj. 714 þús. kr. Fastur kostnaður af mannahaldi 68 millj., skrifstofukostnaður 1 millj. 500 bús., lóðaleiga 340 þús., tryggingar 4 millj., fasteignagjöld 13 millj. 500 þús., afskriftir 55 millj. 290 þús. Samtals 712 millj. 630 þús kr. fastur kostnaður. Rekstrarhagnaður fyrir vexti yrði þá 96 millj. 136 þús. kr. og yrði sama niðurstöðutala gjaldamegin 1 milljarður 497 millj. 480 þús. kr.

Vil ég gefa nokkrar skýringar við þennan rekstrarreikning. Við ákvörðun á verksmiðjuverði á hreinsuðum sykri er höfð hliðsjón af kostnaði á innfluttum sykri. Í tekjuliðum er gert ráð fyrir verði til heildsala á sykrinum. Verð á melassa er ákveðið meti hliðsjón af verði á fóðurvöru, en melassi er ágætt fóður í nautgripi, einkum um burðartímann, og er gert ráð fyrir að hægt verði að nýta hann til fóðurs. Rekstrarvörur eru áætlaðar samkv. rek rekstrarvöruskrá frá BMA og verðupplýsingum frá viðkomandi framleiðendum og seljendum varanna. Gufuverð er ákveðið samkv. upplýsingum frá jarðboranadeild Orkustofnunar. Rafmagnsverð er reiknað samkv. gjaldskrá Rafveitu Reykjavíkur sem er nokkru hærra en gjaldskrá Rafmagnsveitu Hveragerðis. Viðhald og viðgerðir er áætlað með hliðsjón af því að varahlutir eru með í tilboði BWA. Flutningskostnaður frá Beykjavík til Hveragerðis og frá Hveragerði til Reykjavíkur er áætlaður með hliðsjón af flutningskostnaði á lípariti úr Hvalfirði til Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Farnar yrðu 16–20 ferðir á viku með hrásykur til Hveragerðis og hreinsaðan sykur til Reykjavíkur. Laun bifreiðastjóra eru innifalin, en ekki afskriftir, þær eru í heildarafskriftum. Opinber gjöld eru reiknuð samkv. lögum og reglugerðum, aðstöðugjald, sem er 1% fyrir iðnað, er aðalgjaldið, en önnur gjöld eru minni háttar. Iðnlánasjóðsgjaldið er 0.6% af sama stofni og aðstöðugjaldið. Kostnaður af mannahaldi er áætlaður með hliðsjón af Kaupgjaldi viðkomandi stétta frá 1. okt. 1976 og hlunnindum þeim til handa. Reiknað er með forstjóra, sérfræðingi, skrifstofustjóra, 3 skrifstofumönnum, verkstjórum og handverksmönnum 10 og verkafólki 44, samtals 60 manns. Skrifstofukostnaður er áætlaður fyrir pappír, ritföng, síma og burðargjöld og þess háttar. Lóðaleiga er reiknuð út samkv. leigugjaldi í Reykjavík og Hveragerði. Trygginkar eru áætlaðar samkv. upplýsingum tryggingafróðra manna. Fasteignagjöld eru reiknuð út samkv. reglum um þau í Reykjavik og Hveragerði. Helst þeirra eru fasteignaskattur, vatnsskattur, brunabótaiðgjald með söluskatti. Afskriftir eru ákveðnar eins og þær eru venjulegast ákveðnar. Rekstrarafgangur á fyrsta ári fyrir vexti er samkv. framangreindum forsendum rúmlega 96 millj. eða 96% af stofnkostnaði fyrirtækisins. Sé gert ráð fyrir að afskrifa fyrirtækið árlega um sömu upphæð, 55.29 millj. kr., skilar það stofnkostnaðinum að fullu á 18 árum með rúmlega 18% vegnum meðalvöxtum. Hins vegar má gera ráð fyrir að umsetning fyrirtækisins vaxi með tímanum í hlutfalli við fjölgun þjóðarinnar, en það mundi bæta hag þess umfram það sem hér er reiknað. Fyrirtækið mundi fljótlega greiða skatta til hins opinbera umfram þær 35.7 millj. kr. á ári sem í upphafi er gert ráð fyrir að það greiði samkv. þessum rekstrarreikningi. Gert er ráð fyrir að hrásykursverð frá Rotterdam sé um 17% lægra en á hreinsuðum sykri frá sama stað. Flutningskostnaður yrði um 42% minni, uppskipunargjald yrði um 34% minna, önnur gjöld, svo sem vörugjald, leyfisgjald, bankakostnaður og fleira, yrði 20–30% minna. Væri því sennilegt að sparast mundu á þessum líðum í kringum 28% og mundi stuðla að hagkvæmara sykurverði. Þá er líka rétt að benda á að öll sú vinna og orka, sem notuð væri við hreinsunina, er innlend, en ekki keypt erlendis frá, og er það meginkosturinn við þessa tilhögun. Um mengun frá slíkri stöð er ekki að ræða, að því að mér er tjáð. Rekstrarlegir yfirburðir innlendrar sykurhreinsunarstöðvar eru einkum í því fólgnir að nota ódýra jarðgufu og sparnaður á flutningsgjöldum og út- og uppskipunargjöldum.

Í áætlun, sem hér hefur verið lýst, er reiknað með árlegri notkun 33 þús. tonna af jarðgufu sem kostar samkv. upplýsingum jarðboranadeildar Orkustofnunar 50 kr. tonnið, en það er um 1/23 af verði gufu sem er framleidd í gufukatli með kyndingu ódýrustu svartolíu. Þessi sparnaðarliður nemur 36.3 millj. kr. á ári. Flutningskostnaður á innfluttum hreinsuðum sykri í sekkjum og kössum er nú 6944 kr. á tonn frá Rotterdam, en flutningskostnaður á fóðurvöru lausri í lest er 4278 kr. á tonn og á áburði lausum í lest 3772 kr. tonnið frá sama stað. Þar sem hr.'tsykur er eðlisþyngri en fóðurvara er flutningur á honum vafalítið ódýrari en á fóðurvöru, og með hliðsjón af flutningskostnaði á áburði er ekki ósennilegt að reikna megi með því að flutningskostnaður á hrásykri lausum í lest sé um 4 þús. kr. tonnið frá Rotterdam. Við innflutning á hrásykri þarf að flytja inn um 9% meira magn en af hreinsuðum sykri. Þegar tillit hefur verið tekið til þess er sparnaður á flutningskostnaði um 29.7 millj. kr. á ári. Þessi sparnaðarliður gæti orðið hærri ef hrásykurinn yrði fluttur samkv. sérstökum samningum við flutningaskip sem væri í förum á þeim slóðum sem flytja ætti hrásykurinn frá. Uppskipunarkostnaður á pökkuðum sykri og sekkjum eða kössum er nú 1140 kr. á tonn + 230 kr. á tonnið vörugjald til hafnarsjóðs, eða 1370 kr. á tonn, en með hliðsjón af upplýsingum frá Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi má reikna með uppskipunarkostnaði á hrásykri lausum úr lest 390 kr. tonnið + vörugjald 64 kr. til hafnarsjóðs eða alls 454 kr. á tonn. Þessi sparnaðarliður mundi þá nema um 9.4 millj. kr. á ári.

Rekstrarlegir yfirburðir innlendrar sykurhreinsunarstöðvar eru samkv. þessum þremur líðum rúmlega 75 millj. kr. á ári.

Herra forseti. Þessi þáltill. er flutt hér til þess að fá úr því skorið hvort ekki sé þjóðhagslega hagkvæmt að byggja hér á landi og reka sykurhreinsunarstöð, sem telja verður mjög líklegt eins og hér hefur verið bent á. Ég tel það brýnt hagsmunamál allrar þjóðarinnar að innlend iðnaðarframleiðsla verði efld svo sem kostur er, ekki aðeins tímabundið á meðan við erum að komast út úr þeim mikla efnahagsvanda sem við erum nú að glíma við, heldur með traustri uppbyggingu til frambúðar. Forsenda þess, að lífskjör landsmanna séu góð, er að allir hafi nóg að starfa og að við það aukist þjóðarhagur. Fjarfestingarstefna okkar hlýtur því að hafa það að meginmarki að sú fjárfesting, sem sýnir mesta arðsemi, hafi forgang. Slík vinnubrögð tryggja örastan vöxt þjóðarteknanna. Með tilliti til þess veigamikla hlutverks, sem íslenskur iðnaður gegnir og hlýtur að gegna í atvinnuuppbyggingu landsins í framtíðinni. er eðlilegt að hlutur hans í fjármagni til fjárfestingar sé mikill. Verður því að álíta að nauðsynlegt sé að ítarleg athugun á hugmynd um sykurhreinsunarstöð fari sem fyrst fram.

Herra forseti. Ég legg svo til að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til atvmn.