14.10.1975
Neðri deild: 3. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

4. mál, veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni

Gylfi Þ. Gíslason:

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins staðfesta að fyrir nokkrum dögum ræddi hæstv. sjútvrh. við mig ásamt öðrum formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar um það, hvort Alþfl., þingflokkur hans, vildi stuðla að því að þetta frv., sem hér er til 1. umr., fengi greiða afgreiðslu í gegnum Alþ. og yrði afgr. á fyrsta raunverulegum starfsdegi þingsins. Þar sem hér er eingöngu um að ræða, eins og kom fram hjá hæstv. ráðh. og hv. síðasta ræðumanni, nauðsynlega og sjálfsagða formbreytingu, þá er þingflokkur Alþfl. reiðubúinn til þess að greiða fyrir því að málið geti orðið að lögum í dag.