18.03.1976
Sameinað þing: 66. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2658 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

129. mál, stofnlánasjóður vegna stórra atvinnubifreiða

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. atvmn. og þá sérstaklega formanni hennar fyrir skjót og góð vinnubrögð varðandi þessa till. Ég sagði í framsögu að þetta væri býsna sjálfsögð till., og ég fagna því að atvmn. hefur fallist á það. Ég vil einnig vekja athygli á því, að þessi afgreiðsla hv. atvmn. skýtur allmjög skökku við önnur vinnubrögð mörg í nefndum hér. Ég veit að þeir aðilar, sem njóta góðs af þessu, fagna því einlæglega og vona að skjót framkvæmd geti bjargað málum þeirra sem allra best. Þeir hljóta, eins og ég reyndar, að treysta á skjót og góð vinnubrögð hæstv. ríkisstj. og að hún taki nú til höndum í þessu máli sem allra fyrst svo að málið verði ekki lengi samþ. ein hér á þingi.