23.03.1976
Sameinað þing: 68. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2697 í B-deild Alþingistíðinda. (2227)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf Vigfúsar Jónssonar bónda á Laxamýri sem kemur nú til þings sem 2. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. e. í forföllum Lárusar Jónssonar, 4. þm. Norðurl. e., en fyrir liggur bréf frá Halldóri Blöndal kennara, sem er 1. varamaður Sjálfstfl. í kjördæminu, að hann geti ekki komið til þings að þessu sinni. Kjörbréf þetta er útgefið af yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra 1. júlí 1974. N. hefur, eins og ég sagði, skoðað kjörbréfið og leggur einróma til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþ.