23.03.1976
Sameinað þing: 69. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2707 í B-deild Alþingistíðinda. (2245)

103. mál, rekstrarlán til sauðfjárbænda

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Í tilefni af þessari þáltill., sem hér liggur fyrir til umr. og hv. 1. flm. hefur gert grein fyrir, sé ég ástæðu til að gefa nokkurt yfirlit yfir lánsfjármál landbúnaðarins og þróun þeirra síðustu árin, því að hér er um nokkra flokka að ræða sem allir hafa nokkuð til síns ágætis og áhrifa. Í þessu sambandi vil ég geta þess, sem hæstv. hv. þm. vitnaði til, að 1958 voru þau lán, sem nú eru lánuð í formi rekstrar- og afurðalána, veitt í einu lagi og þá sem rekstrarlán, svo að það er ekki um sambærilega hluti að ræða í því tilfelli, auk þess að rekstrarlánunum, eins og ég mun síðar skýra, hefur verið skipt í nokkra lánaflokka sem ég skal gera grein fyrir. En áður en ég vik að rekstrarlánunum ætla ég að víkja að afurðalánunum, af því að þau eru stærsti hlutinn af þeim lánum sem bændur fá í sambandi við afurðir sínar.

Haustið 1971 voru afurðalán bætt, verðflokkum á kindakjöti var fjölgað, innyflum og fleiri afurðum var bætt við, meira var lánað út á nautgripakjöt en áður, reiknað með sama vörumagni og sama verði á einingu. Hækkuðu lánin við þetta um 11.5%. Haustið 1972 voru afurðalánin bætt enn meir og til samræmis við lán sjávarútvegsins. Eftirfarandi flokkun var gerð:

1. Afurðir sem eingöngu voru til útflutnings. Endurkaupalán frá Seðlabankanum voru 58.5% á móti 16.5% frú viðskiptabönkunum, sem er a.m.k. um 30% af endurkaupalánum frá Seðlabankanum. Hækkun á þessum lánum var vegna breytingarinnar 6–7%.

2. flokkur var afurðir sem að hluta til voru seldar innanlands. Endurkaupalán frá Seðlabankanum voru 56.75%, viðbótarlán frá viðskiptabönkunum voru 30% og hækkun á lánum í heild við þessa breytingu var 3–4%.

3. flokkur var afurðir sem ætlaðar eru eingöngu til innanlandssölu, nema kartöflur. Endurkaupalán Seðlabankans voru 55%, lánsupphæðir utan verðbreytinga óbreyttar.

4. flokkurinn var kartöflur. Endurkaupalán Seðlabankans voru 45%, lánsupphæðir utan verðbreytinga voru 24.5% hærri en haustinu á undan. Þau atriði, sem lagfæring hefur verið gerð á, eru að fá endurkaupaprósentuna hækkaða, fá endurkaupalán á allar afurðir landbúnaðarins, sem var íeiðrétt 1971–1972, fá lán og útreikninga leiðrétta á árin vegna verðlagsbreytinga sem kunna að verða frá hausti til hausts. Þetta hefur verið gert um mjólkurafurðir, en ekki sauðfjárafurðir. Þá á að fá leiðréttingar á vöxtum. Þetta var leiðrétt þegar flokkakerfið var upp tekið.

5. Að viðskiptabankarnir veittu sínum viðskiptaaðilum lán í einu lagi um 30%, en ekki fyrst helminginn að haustinu og síðar afi;anginn í tvennu lagi. Þetta hefur fengist leiðrétt almennt.

6. Endurkaupalán fengust á kartöflum í líkum mæli og á öðrum búvörum. Það hefur tekist og er lánað nú út á kartöflubirgðir. Staða afurðalána miðað við nóv. og des. síðan 1970 er þessi, ef það ár er tekið sem 100, þá er krónutalan 972 millj.: 1971 er það 1110 millj., prósentan þá 114, 1972 er það 1449.8 millj. og þá prósentan 149.5, 1973 2 milljarðar 64.7 millj. og prósentutalan 212.3, 1974 er það 2 milljarðar 914 millj. eða tæp 300%, miðað við árið 1970 sem 100, og 1975 var þetta afgreitt í lok nóv. og des., að vísu fyrr að nokkru, en aðalafgreiðslan var í þessum mánuðum 4 milljarðar 468.8 millj. eða prósentvís hækkað um 527%. Þá hafði vísitala búvöruverðs á sama tíma hækkað um 358%, svo að hér er um að ræða verulega aukningu frá því sem áður var og stafar af þeim breytingum sem ég gerði grein fyrir áðan. Á þessu tímabili, frá 1970–1975, hafa afurðalánin aukist að verðgildi um 47.2%. Og nú 1. mars s.l. átti Seðlabankinn útistandandi í afurðalánum 3 milljarða 631 millj. kr. Þetta skýrir þennan þáttinn, svo að ekki verður um að villast að hér hefur verulega áunnist og það hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á afkomu og rekstur þeirra fyrirtækja, sem við er að fást, þótt að þeirra mati þurfi betur ef duga skal.

Í öðru lagi skal ég snúa mér að rekstrarlánunum. Helstu áfangar í þeim eru þessir: 1971 eru í fyrsta lagi veitt svokölluð uppgjörslán sem voru þá lánuð í júní og júlí. Árið 1911 voru þau 68 millj. kr., og þetta var gert til þess að hægt væri að gera upp sauðfjárafurðirnar frá haustinu áður við framleiðendur. Þessi tala var orðin 404 millj. á s.l. vori, en hún var samt sú eina af þeim tölum, sem ég greini hér frá, sem hafði lækkað hlutfallslega vegna þess að birgðir í landinu af sauðfjárkjöti voru minni vorið 1975 heldur en þær höfðu verið áður. En þó að þær hækkuðu að krónutölu, þá var það vegna verðbreytinga.

Í öðru lagi eru svo sauðfjársvæðalánin. Það var tekið upp á árinu 1973, held ég, heldur en 1972 — ég man ekki nákvæmlega, að lána sérstakt afurðalán eða viðbótarrekstrarlán til þeirra sem voru á þeim svæðum, sem voru kölluð sauðfjársvæði og hv. 5. þm. Norðurl. v. nefndi m.a. dæmi um, en fyrst og fremst eru það Austurland og Norðausturland sem er þar um að ræða. Þessi lán, sem hér er um að ræða, uppgjörslánin, voru 1974 289 millj., fóðurbirgðalán sérstök 50 millj., rekstrarlán 160 millj. kr., viðbótarrekstrarlán 66 millj. og ýmis önnur lán 53 millj. Breytingar voru gerðar á þessum lánum vorið 1975, eins og hv. þm. vitnaði til að hefði verið sagt og fékkst fram, — allar þær breytingar sem Stéttarsamband bænda fór fram á að gerðar yrðu vorið 1975, að því einu undanskildu að uppgjörslánin voru ekki eins há og það reiknaði með og stafaði af því að birgðirnar voru minni en gert hafði verið ráð fyrir. En þessi lán voru þannig vorið 1975: Uppgjörslán voru 404 millj. Var þetta tæp 40% hækkun miðað við hlaupandi tölu, en miðað við verðmæti var þetta 2.9% lækkun, sem stafaði af því að birgðirnar voru minni en árið áður. Fóðurbirgðalán voru þá 83 millj., sem var 66% hækkun á hlaupandi tölum, en 15.3% að verðmæti frá því að byrjað var að veita þessi lán. Rekstrarlánin voru þá 315 millj., hækkun 97.4% og aukningin 37.1% að verðmæti. Viðbótarrekstrarlán voru 137 millj. eða 148% miðað við hlaupandi tölu, en 44.4% að verðmæti. Og ýmis önnur lán voru 210 millj. kr., 290% hækkun miðað við hlaupandi tölu, en 373% miðað við fasta prósentu.

Niðurstaðan af þessu varð því sú, að árið 1974 voru þessi heildarlán 619 millj., en 1975 voru þau 1150 millj., og hækkunin á milli ára var 85.8% eða 29.1% miðað við fasta prósentu. Það er því ekki rétt að hér hafi orðið um rýrnun að ræða, því að hér hefur hins vegar orðið um þessa breytingu að ræða frá því sem áður var.

Á þessum sama tíma hafa stofnlán til fyrirtækja landbúnaðarins hækkað: Árið 1970 voru þau 141.2 millj. kr., 1971 voru þau 254.7 millj., 1972 voru þau 369.6 millj., 1973 voru þau 509 millj., 1974 voru þau 1054 millj. og 1975 voru þau 1317 millj. Auk þess, sem hér er getið, vil ég geta þess að til vinnslustöðva var lánað á þessum tíma, 1970 21 millj., 1971 34 millj., 1972 60 millj., 1973 31 millj., 1974 217 millj. og 1975 158 millj., en á árinu 1975 lánaði Byggðasjóður einnig til þessara vinnslustöðva og var sú fjárhæð um 170 millj. kr. Samanlagt 1973 og 1974 er þetta um 15.9% af veittum lánum, en það fluttist á milli áranna 1973-1974 vegna þess að það var minna tekið af lánum vegna skipulagsbreytinga og átaka um þau árið 1973, en það jafnaði sig aftur 1974. Ef þessar tölur eru svo teknar og árið 1970 tekið sem 104, þá er hlutfallið 1971 180, 1972 261, 1973 360, 1914 745% og 1975 1094. Af þessu held ég að megi ljóst verða að hér hefur orðið á allmikil breyting til batnaðar þó að betur megi ef duga skal, og skal ég nú víkja að því.

Eins og venja hefur verið hafa umr. farið fram á milli landbrn. — og Stéttarsamband bænda hefur venjulega verið með í þeim umr. — og Seðlabanka Íslands um það hvað lánað yrði í afurðarlánum og rekstrarlánum þegar að þeim hefur komið. T.d. varð nokkur breyting á útreikningi á afurðalánum á s.l. hausti frá því sem Seðlabankinn hafði hugsað sér vegna þess að hann hafði þá miðað við hvað rekstrarlánin höfðu hækkað í fyrra. Þessar umr. hafa nú staðið þannig að þær munu hafa verið teknar upp síðast í jan. eða í byrjun febr. og hafa haldið áfram síðan og landbrn. hefur látið í té útreikninga sína á þessum rekstrarlánum miðað við að halda hlutfallinu í því sem var í fyrra og miðað við þá magnaukningu sem varð á sláturfjárafurðum í fyrra. Enn fremur hafa fleiri þættir komið inn í þetta og m.a. verið teknar upp viðræður við Búnaðarbankann og þá hugsanlega viðskiptabankana að þeir láni þessi rekstrarlán einnig. Niðurstaða er ekki enn þá fengin í þessu máli og stafar af mörgum ástæðum. M.a. var alger stöðvun á þessu meðan verkföll stóðu yfir. Hins vegar hef ég það eftir þeim seðlabankamönnum að endanleg svör muni liggja fyrir nú fyrir mánaðamótin. Ég geri mér vonir um að samkomulag muni nást um þetta mál á milli bankanna, eins og reyndar hefur oftar verið, og þær till., sem við höfum lagt fyrir í því efni, nái a.m.k. í verulegum atriðum fram að ganga. Hinu geri ég ekki ráð fyrir, að Seðlabankinn væri undir það búinn að lána út á afurðirnar 75% að haustinu til, áður en það kæmi til innleggs, enda mundi það auðvitað þýða að þá yrðu lánin afskaplega lítils virði því að þá færu þau að mestu leyti eða öllu til þess að greiða upp þessi lán, svo að það mundi sækja sig heim aftur. Hins vegar tek ég undir það að nauðsyn ber til að gera hér bót á. Hinu neita ég ekki, að ég tel að með því að halda afurðalánunum eins og tókst í fyrra að koma þeim upp í, þá sé mikill fengur í því, svo sem sést á þeim tölum sem ég lýsti áðan. En það er hægt að reikna þetta á fleiri en einn veg og miða við hlutfall, t.d. nota verðlagið í fyrrahaust eða verðlagið næsta haust þegar lagt verður inn, það getur orðið allmikill munur þar á, og hafa í slíkum umr. sem þessum oft verið notaðar hvorar tveggja tölurnar. En ég vil endurtaka það, að eins og þessi rekstrarlán voru afgreidd í fyrra var farið alveg að till. Stéttarsambands bænda, að þessum eina líð undanskildum, uppgjörslánunum, sem stafaði af því að veð voru þá ekki til fyrir lánunum af því að salan hafði orðið meiri en gert var ráð fyrir.

Þessar upplýsingar, sem ég hef hér gefið, vona ég að skýri þetta mál. Ég get svo endurtekið að það er unnið að þessu og ég vona að það sé stutt í það að lausn verði á því fundin.