05.11.1975
Efri deild: 11. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (257)

42. mál, söluskattur

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Það var aðeins vegna þess að það var beint til mín fsp. og ég vildi reyna að svara henni. Sú n., sem ég er starfandi í og kom inn í á s. l. vetri, hefur starfað allmikið, sérstaklega í sumar, og ég vænti þess að niðurstaða okkar liggi fyrir, vonandi fyrir áramót, en alla vega á þessu þingi.

Það er unnið að skýrslugerð frá n. Ég ætla ekki hér að rekja innihald hennar. Það mun koma í ljós þegar hún verður lögð fram. En það, sem n. var falið, var að athuga jöfnun vöruverðs í landinu og hvað það mundi kosta að koma á verðjöfnunarsjóði, einum allsherjar verðjöfnunarsjóði yfir allt landið, og einnig að bættum flutningsleiðum. Þetta hefur n. tekið til athugunar, eftir því sem hún hefur getað, og ég vænti þess, það er a. m. k. ætlun okkar að skila áliti á þessu þingi og vonandi fyrir áramót.