14.10.1975
Neðri deild: 4. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

4. mál, veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni

Frsm. (Sverrir Hermannsson):

Virðulegi forseti. Sjútvn. hv. deildar hefur tekið þetta mál til meðferðar, stjfrv. á þskj. 4, frv. til l. um breyt. á l. nr. 102 27. des. 1973, um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni.

N. mælir einróma með samþykkt frv. óbreytts. Pétur Sigurðsson var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Ég vil leyfa mér, virðulegi forseti, að leggja til, að máli þessu verði vísað til 3. umr. að þessari umr. lokinni.