08.04.1976
Neðri deild: 89. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3170 í B-deild Alþingistíðinda. (2627)

163. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um þetta frv. Það er samið af hegningarlaganefnd, en óskað var álits n. á því hvort breyta þyrfti íslenskum lögum til þess að unnt væri að fullgilda milliríkjasamning frá 14. des. 1973 um varnarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn einstaklingum er njóta alþjóðlegrar verndar, þ. á m. sendierindrekum. Samningur þessi á rætur sínar að rekja til ályktunar Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur verið undirritaður af Íslands hálfu, en eigi fullgiltur. Til þess að svo megi verða, þ.e.a.s. að samningurinn verði fullgiltur hér á landi, hefur hegningarlaganefnd talið nauðsynlegt að þetta frv. verði flutt, en það fjallar um það atriði að bætt verði við 6. gr. almennra hegningarlaga að refsa skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir háttsemi sem greinir í milliríkjasamningi frá 14. des. 1973, um varnarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn einstaklingum er njóta alþjóðlegrar verndar, þ. á m. sendierindrekum.

Frv. þetta var flutt í Ed. og hlaut þar einróma samþykki. Allshn. þessarar hv. d. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.