26.04.1976
Sameinað þing: 79. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3242 í B-deild Alþingistíðinda. (2665)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 26. apríl 1976.

Lúðvík Jósepsson, 2. þm. Austurl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi næstu víkur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ. að óska þess að 1. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Sigurður Blöndal skógarvörður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Magnús. T. Ólafsson,

forseti Nd.

Sigurður Blöndal hefur áður setið á Alþingi og kjörbréf hans verið rannsakað og býð ég hann velkominn til starfa.