28.04.1976
Efri deild: 91. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3293 í B-deild Alþingistíðinda. (2726)

Umræður utan dagskrár

Eggert G. Þorsteinsson:

Herra forseti. Vegna þeirra ummæla, sem hér hafa komið fram, og frýjunarorða í garð okkar alþfl.-manna um að við létum ekki til okkar heyra, þá hefur einn af okkur látið þegar sína skoðun í ljós, og hann hefur að sjálfsögðu til þess fullt lýðræðislegt leyfi að hafa sína sérskoðun í málinu. En mér er ekki kunnugt um að aðrir þm. flokksins séu sömu skoðunar. A.m.k. var samþykkt einróma í þingflokki Alþfl. á sínum tíma að vera andvígir þessum samningum og ég veit ekki til þess að sú flokkslega afstaða hafi breyst síðan. Persónulega er ég enn há andvígur þeim og tel vægast sagt hafi verið farið með löndum til þess að reyna að komast að samkomulagi, án þess að nokkur vissa væri fyrir því sem á daginn er komið. Þess vegna er mín afstaða persónulega og ég hygg a.m.k. meiri hl. flokksins — mér er ekki kunnugt um annað — að hafa sömu afstöðu til málsins nú og við höfðum þegar málið var til umr. á sínum tíma.