28.04.1976
Efri deild: 91. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3297 í B-deild Alþingistíðinda. (2729)

210. mál, orlof

Frsm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Ég held að það sé rétt út af þessum orðum hv. síðasta ræðumanns að taka það fram, að hann kom til mín plaggi með brtt. sem hann óskaði eftir og ég taldi rétt líka að n., félmn. fengi að sjá. Þessar till. voru ræddar í félmn. og félmn. ákvað að gera engar þeirra að till. sínum. Þess vegna koma þær ekki fram í neinum skjölum frá félmn. Ég hygg, að þetta sé eðlileg afgreiðsla á þessu máli. Mér var kunnugt um að þessar till. voru til, og hv. síðasti ræðumaður kom þeim til mín einmitt á nefndarfund, því að ég vildi gjarnan sýna hv. félmn. þær hugmyndir sem þar komu fram. En það var enginn hljómgrunnur hjá félmn. fyrir því að gera þessar till. að sínum till.