29.04.1976
Efri deild: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3354 í B-deild Alþingistíðinda. (2769)

144. mál, flokkun og mat á gærum

Frsm. (Steinþór Gestsson;:

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir til umr., hefur verið afgr. frá hv. Ed. fyrr á þessu þingi. Við höfum, landbn.- menn lítið á þær breyt. sem gerðar hafa verið á frv. í Nd. og eru tilefni þess að frv. kemur hér fyrir aftur, og við lítum svo á að þær séu þess eðlis að ekki sé ástæða til annars en að samþ. þær án athugasemda.

Þau atriði, sem færð eru inn í frv., komu vissulega til umr. hjá okkur í landbn. þegar við höfðum þetta mál til meðferðar, en við töldum að ekki bæri nauðsyn til að breyta lagagr., sem hér um ræðir, í það form sem gert er í Nd. þó að það sé á engan hátt nauðsynlegt að fella niður þær breyt., sem gerðar voru.

Ég vil m.a. benda á það, að í framsöguræðu minni þegar ég mælti fyrir áliti landbn. varðandi flokkun um mat á gærum, þá minntist ég á annan þeirra þátta sem hér er komið að, sem matsmenn þyrftu að taka vei til athugunar, en það er um fyrirristu á gærunum. Það hefur Nd. séð ástæðu til að færa inn, og höfum við að sjálfsögðu enga ástæðu til þess að gera aths. við slíkt.

Eins og ég sagði, hafa landbn.- menn, þó ekki hafi verið á formlegum fundi, skoðað þetta mál og borið saman bækur sínar um það, og við leggjum til að frv. verði samþ. eins og það kemur frá Nd. og liggur fyrir d. hér.