04.05.1976
Neðri deild: 96. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3542 í B-deild Alþingistíðinda. (2926)

209. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Páll Pétursson:

Ég vil þakka hæstv. félmrh. fyrir góðar undirtektir við þá brtt. sem ég var að kynna áðan. Ég vona að hæstv. félmn. sjái sér fært að skoða þetta mál og finna lausn á vandanum. En ég vil leggja sérstaka áherslu á það, að brtt. mín má ekki í sjálfu sér verða til þess að fresta framgangi málsins því það er mjög brýnt og gott. Þau tvö atriði, sem frv. nefnir, eru nauðsynleg, jafnvel þó að ég teldi ástæðu til þess að hitt fengi að fljóta með. En það má ekki verða á kostnað þess að það nái ekki fram að ganga.