04.05.1976
Efri deild: 97. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3627 í B-deild Alþingistíðinda. (2972)

266. mál, fjáröflun til landhelgisgæslu, ríkisfjármál o.fl.

Bragi Sigurjónsson:

Herra forseti. Það er aðeins stutt aths. Hæstv. fjmrh. sagði áðan að þegar kæmi til þess að axla byrðarnar varðandi landhelgisgæsluna og fiskileit og fleira slíkt, þá vildi stjórnarandstaðan ekki taka á sig þær byrðar. Ég held ég hafi tekið rétt eftir því. Þetta er ekki rétt. Við einmitt flytjum hér till. um að leggja á vörugjald til þess að mæta einmitt þessum atriðum. og varatill. er hjá alþb.- mönnum um sömu upphæð verði aðaltill. ekki samþ. Þetta kalla ég ekki að við viljum ekki axla byrðarnar og vil leiðrétta ráðh. þar. Í öðru lagi vil ég benda á að við vorum fyrst og fremst, eða ég í minni ræðu, að benda á annað sem væri í frv. og ætti að koma vegna aukinna framkvæmda, að í ýmsu öðru teldum við, eins og sakir stæðu nú, að yrði að spara. Hitt, sem hann var að blanda inn í varðandi erlend lán sem ætti að nota í eyðslu, held ég að stafi af því að ég vitnaði í ræðu eða ummæli Kristjáns Thorlacius þar sem hann var að benda á hvernig hann hefði viljað að að þessu væri staðið, að í staðinn fyrir að leggja vörugjaldið á væri eingöngu sparað eða frestað ýmsum framkvæmdum sem hann teldi að mætti og ætti að fresta við núverandi aðstæður.