06.05.1976
Efri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3701 í B-deild Alþingistíðinda. (3000)

259. mál, kjarasamningar opinbera starfsmanna

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir á þskj. 573, varðar breyt. á lögum nr. 46 frá 24. maí 1973, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í raun er frv. þetta til komið vegna breyt. þeirra á samningsréttarmálum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem gert er ráð fyrir í frv. því til l. um kjarasamninga BSRB sem hér hefur verið afgr. til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn. Eins og ég gat um í framsöguræðu minni fyrir því frv. náðist ekki samkomulag við Bandalag háskólamanna um breyt. á gildandi kjarasamningalögum að því er félagsmenn þeirra varðar og mun því lögin frá 1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna gilda áfram um Bandalag háskólamanna og Læknafélag Íslands. Með þessu frv. er lögð til sú ein breyt. á lögunum nr. 46/1973 að félagsmenn BSRB falli ekki lengur undir þá löggjöf.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til frekari umr., en legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.