06.05.1976
Efri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3712 í B-deild Alþingistíðinda. (3020)

99. mál, skráning og mat fasteigna

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Eins og menn muna var frv. til l. um skráningu og mat fasteigna afgr. frá Ed. fyrir nokkru, og menn muna það e.t.v. að við frv. voru fluttar mjög margar brtt. og m. a. var breytt nafni stofnunarinnar. Hafði fallið niður á einum stað að gera ráð fyrir nafnbreytingunni. Þess vegna var í Nd. breytt síðasta málslið 12. gr. í samræmi við það. Einnig var flutt brtt. við 17. gr. og þar féll niður í vélritun, svo að sagt sé frá eins og er, ein mgr., þ.e.a.s. málsgr.: „Bújarðir skulu metnar miðað við notkun þeirra til búskapar á meðan þær eru nýttar þannig.“ Hér er því aðeins um lítils háttar mistök að ræða, sem varð hins vegar að lagfæra. Ég vil því leggja til að frv. verði samþ. eins og það er nú komið frá Nd.