06.05.1976
Neðri deild: 99. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3771 í B-deild Alþingistíðinda. (3056)

212. mál, upptaka ólöglegs sjávarafla

Tómas Árnason:

Virðulegi forseti. Ég er ekki ánægður með þetta lagafrv. vegna þess að þar er gert ráð fyrir því að heimila rn. úrskurðarvald með þeim hætti sem nánar er skilgreint í frv. (Gripið fram í: Hv. þm, skrifar án fyrirvara undir nál.) Ég er ekki búinn að ljúka máli mínu. En með tilliti til þess að það er heimild í lögunum fyrir aðila í málum, sem falla undir lögin, að vísa málum til meðferðar dómstóla, og í öðru lagi með tilliti til þess að ég geri mér grein fyrir því að það er mjög æskilegt að málið gangi fram í þinginu, þá segi ég já.