06.05.1976
Neðri deild: 101. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3783 í B-deild Alþingistíðinda. (3093)

219. mál, Háskóli Íslands

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Menntmn. hefur haft frv. þetta til meðferðar og mælir með samþykkt þess með einni breyt. sem fram kemur á þskj. 577. N. hefur leitað álits einstakra háskóladeilda og fengið til viðtals við sig rektor Háskóla Íslands, Guðlaug Þorvaldsson, og að fengnum þeim upplýsingum, sem þannig bárust n., er niðurstaða n. að mæla einróma með samþykkt frv.

Breyt, sú, sem n. leggur til að gerð sé, er við 10. gr., síðasta málslið 2. mgr., en gert er ráð fyrir að hann orðist svo: „Einnig getur kennari óskað skipunar prófdómara Í einstakri prófgrein eða prófþætti ef hann telur sérstaka ástæðu til þess.“ Þessi brtt. skiptir ekki sköpum. Hún er aðeins til þess að taka af allan vafa um skilning á ákveðnu orðalagi í nefndri grein.