07.05.1976
Sameinað þing: 85. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3800 í B-deild Alþingistíðinda. (3122)

195. mál, skattfrelsi bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

Helgi F. Seljan:

Herra forseti. Ég sagði áðan varðandi kynningu á þessu áliti okkar n.að það væri nauðsynlegt að það færi fram víðtækari umr. um það og ég treysti forsrn. til frekari kynningar á því heldur en nú er orðin. Ég veit að sú kynning gagnvart aðilum úti á landi er fullkomlega nægileg. En ég held að það sé enn þá meiri nauðsyn á því að kynna þessar till. rækilega og ræða þær rækilega við forsvarsmenn hinna ýmsu stofnana sem hér er um að ræða. Það var aðallega það sem ég átti við með þessu, því þar veit að er um ýmsa erfiðleika og ýmis ljón á veginum að ræða. En varðandi forvitnisfsp. hv. þm. Karvels Pálmasonar áðan, þar sem hann vildi vita í hverju björgunarstarfsemi hæstv. forsrh. hefði verið fólgin, þá skal ég upplýsa hv. þm. um það að um nokkra hríð höfðu ýmsir fjárhagsörðugleikar háð mjög starfi n., því að af starfi hennar varð ýmis kostnaður, og við vorum í þann veginn að gefast upp á þessu ef þessi kostnaður fengist ekki greiddur, þessi bráðnauðsynlegi kostnaður. Ég var að þakka hæstv. forsrh. fyrir að hafa snarlega kippt þessu atriði í lag og séð um að n. gæti haldið áfram störfum greitt þann kostnað, sem þegar var á fallinn, og þann kostnað, sem af störfum n. frekar leiddi.