11.11.1975
Sameinað þing: 13. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

38. mál, staða Félagsheimilasjóðs

Fyrirspyrjandi (Jóhannes Árnasort) :

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir glögg og greinargóð svör við .þessum fsp.

Svo sem fram kom í svörum hans er ljóst að þessi sjóður, Félagsheimilasjóður, er allverulega á eftir með greiðslur til stofnkostnaðar þeirra félagsheimila, sem ýmist er fulllokið eða í smíðum, þ. e. a. s. 40% af stofnkostnaðinum. Virðist því þurfa að skoða þetta mál nokkuð á næstunni, ef ekki á til vandamála að koma við a. m. k. ákveðnar framkvæmdir úti um land, því að raunin er sú að það hefur verið reynt af þeim aðilum, sem standa fyrir þessum byggingum, eigendafélögunum — og sveitarfélögin eru auðvitað þar aðilar líka, að koma þeim undir þak og taka þau sem fyrst í notkun, því að það er dýrt að láta slíkar framkvæmdir standa ónotaðar árum saman. Þá hefur verið gripið til þess að byggingaraðilarnir hafa tekið lán til þess að standa undir þeim hluta sem ella hefði komið frá Félagsheimilasjóði. Þetta getur í mörgum tilvikum verið þung greiðslubyrði fyrir lítil sveitarfélög.

Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir greinargóð svör.