10.05.1976
Efri deild: 100. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3827 í B-deild Alþingistíðinda. (3150)

222. mál, fjölbýlishús

Frsm. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frá 2. umr. málsins hefur mér verið bent á af lögfróðum mönnum að nauðsynlegt muni reynast, til þess að umrætt frv., ef að lögum verður, haldi sem bestu gildi, að aftan við 7. gr. bætist orðin: „enda sé fullnægt skilyrðum laga um skráningu og mat fasteigna.“ Þetta er talið nauðsynlegt til samræmis við aðrar gr. frv. þar sem einnig er vitnað til umræddra laga.

Ég hef ekki haft aðstöðu til þess að bera þessa breytingu undir félmn., en leyfi mér að flytja hana sem einstaklingur og hafandi verið frsm. fyrir n. Brtt. er skrifleg og of seint fram komin og ég vil óska þess við forseta að hann leiti afbrigða fyrir till.