11.11.1975
Sameinað þing: 13. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 501 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

303. mál, undanþága afnotagjalda af hljóðvarpi og sjónvarpi

Fyrirspyrjandi (Vilborg Harðardóttir):

Herra forseti. Sú fsp., sem ég hef beint til hæstv. menntmrh. varðandi undanþágu afnotagjalda af hljóðvarpi og sjónvarpi, er til komin vegna þess að margir hafa haft á orði að framkvæmd þessara laga mundi ekki vera sem skyldi, þ. e. a. s. að mun færri njóti í raun en þeir, sem á þyrftu að halda. Fsp. mín til hæstv. menntmrh. er svo hljóðandi:

„Hve margir elli- og örorkulífeyrisþegar njóta undanþágu afnotagjalda af hljóðvarpi og sjónvarpi samkv. 31. gr. reglugerðar um ríkisútvarp frá 1. nóv. 1972?“ Í öðru lagi: „Hve mörgum væri heimil undanþága samkv. túlkun yfirmanna ríkisútvarpsins?“