11.11.1975
Sameinað þing: 13. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (327)

304. mál, kynlífsfræðsla í skólum

Menntmrh. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Þessari fsp. hv. þm. vil ég svara á þessa leið :

Framkvæmd þessa ákvæðis laga frá í vor leið þarf á í skiljanlegum ástæðum nokkurn undirbúning. Sá undirbúningur fer að venjulegum hætti fram í skólarannsóknadeild menntmrn. og hefur þegar hafist þar.

Gert er ráð fyrir að kynlífsfræðsla tengist tveimur námsgreinum, þ. e. samfélagsfræði og líffræði. Námsefni er nú í undirbúningi og raunar er tilraunakennsla hafin eða um það bil að hefjast að því er varðar einstaka þætti fræðslunnar. En þannig er háttað framkvæmd nýjunga í námsefni á mörgum öðrum sviðum, að fyrst eru gerðar nokkrar prófanir í tilteknum skólum, áður en farið er með það út í allt skólakerfið.

Í samfélagsfræði, svo að ég greini aðeins nánar frá áformum, — í samfélagsfræði er áætlað að vikið verði að þessu efni á 1., 3., 4., 7. og 8. eða 9. námsári, og í líffræði er áætlað að þetta efni verði tekið fyrir á 4., 5. eða 6. og 8. eða 9. námsári. Og þá skal ég að lokum geta þess, að miðað er við að þessi fræðsla verði í höndum hlutaðeigandi kennara.